Orkuskipti í Grímsey
16. júl2020
Orkuskipti í Grímsey
Í fréttum Rúv 15. júlí 2020 var rætt við Sigurður Ingi Friðleifsson og Guðmundur Haukur Sigurðarson um orkuskiptaverkefni í Grímsey. Um er að ræða verkefni sem Orkusetur og Vistorka hafa unnið að í nokkurn tíma og snýst um að setja upp sólarsellu og litla vindmyllu frá IceWind ásamt rafhlöðupakka (notaðar rafbíla-rafhlöður).
Nú þegar hafa fengist nokkrir styrkir í verkefnið og er unnið að því að semja við alla aðila bæði varðandi búnað og framkvæmd. Vonandi verða frekari fréttir af málinu síðar í sumar.