Evrópska Nýtnivikan er byrjuð!
Evrópska Nýtnivikan er byrjuð!
Evrópska Nýtnivikan byrjaði laugardaginn 19. nóvember með Hannyrðapönki í Listasafni Akureyrar og stendur til sunnudagsins 27. nóvember.
Nýtnivikan er samevrópskt átak og er ætlað að vekja fólk til vitundar um nauðsyn þess að draga úr magni úrgangs m.a. með því að lengja líftíma hluta, samnýta hluti og stuðla almennt að því að hlutir öðlist framhaldslíf frekar en að enda sem úrgangur. Hún er haldin með ýmsum atburðum sem stuðla að vitundarvakningu. Áhersla er lögð á að draga úr, endurnota og endurvinna.
Þema ársins 2022 er sjálfbærni og hringrás textíls undir slagorðinu Sóun er ekki lengur í tísku! Textíliðnaðurinn er einn sá umfangsmesti í heimi og honum fylgir gríðarleg efnanotkun, ferskvatnsmengun og losun gróðurhúsalofttegunda svo það skiptir miklu að draga úr sóun textíls.
Dagskrá vikunnar á Akureyri:
22. nóvember
Menntaskólinn á Akureyri kl. 9.40
Tískusýning og fatamarkaður í Kvosinni
Rauði krossinn í samstarfi við nemendafélag MA halda upp á Evrópsku nýtnivikuna.
Amtsbókasafnið á Akureyri kl. 20.00-20.30
Nægjusemi og fataneysla
Fyrirlestur Kötlu Eiríksdóttur hjá Vistorku.
Frekari upplýsingar hér.
Amtsbókasafnið á Akureyri kl. 20.30-21.30
Fatareddingakaffi
Komdu og fáðu ráðleggingar og aðstoð við fataviðgerðir.
Frekari upplýsingar hér.
24. nóvember
Verkmenntaskólinn á Akureyri kl. 9.40
Tískusýning og fatamarkaður í Grifjunni
Rauði krossinn í samstarfi við nemendafélag VMA halda upp á Evrópsku nýtnivikuna.
Verkmenntakskólinn á Akureyri kl. 13-18
Opinn tími í Fab Lab
Ertu hugmyndasmiður? Grúskari? Grallari? Brallari? Fiktari? Kíktu í heimsókn.
26. nóvember
Amtsbókasafnið á Akureyri kl. 12-15
Sóun er ekki lengur í tísku! - Fataskiptimarkaður
Pik Nik fatadeilihagkerfið í samstarfi við Amtsbókasafnið halda upp á Evrópsku nýtnivikuna.
Frekari upplýsingar hér.
27. nóvember
Fjölskylduleiðsögn og endurvinnslusmiðja í Listasafni Akureyrar kl. 11
Skemmtileg og fræðandi leiðsögn um sýningarnar Málverk og Innan víðáttunnar. Eftir leiðsögnina verður boðið upp á spennandi endurvinnslusmiðju í tilefni Evrópsku nýtnivikunnar.
Frekari upplýsingar hér.
Sniðugt í Evrópsku nýtnivikunni
- Frísskápurinn við Amtsbókasafnið
Frísskápurinn er sameign sem miðar að því að draga úr matarsóun og byggja upp samheldnara samfélag með því að deila mat. Hver sem er má skilja eftir matvæli og taka matvæli. Opinn allan sólarhringinn. - Saumavél í Amtsbókasafninu.
Á Amtsbókasafninu er saumavél sem allir geta nýtt sér til að framlengja líftíma textíls. Aðgengileg á opnunartíma bókasafnsins.
Fréttin er af vef Akureyrarbæjar.