Festa - Einfalt verkfæri til að reikna út kolefnisfótspor fyrirtækja
Festa - Einfalt verkfæri til að reikna út kolefnisfótspor fyrirtækja
Festa bíður uppá heildstæðan fræðslupakka og verkfærakistu fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, og hverskyns skipulagsheildir, til að hefja vegferð sína í umhverfis- og loftslagsmálum. Fræðslupakkinn er gjöf Festu til samfélagsins, gerður fyrir styrk úr Loftslagssjóði. Pakkinn gerir notendum kleift að setja sér bæði stefnu og markmiðí loftslagsmálum auk þess að mæla árangurinn í samræmi við alþjóðlega viðurkennda staðla (ásamt því að vera aðlagaður að íslenskum raunveruleika).
Eftirfarandi kennslumyndband er framleitt af festu en þar fer Sævar Helgi Bragason skref fyrir skref í gegnum notkun á Loftslagsmæli Festu. Hvaða gögn notendur þurfa að afla sér til að mæla kolefnisspor sitt og hvar hægt sé að nálgast þau.
Einnig hefur Festa búið til hnitmiðaða handbók fyrir smærri fyrirtæki sem hægt er að styðjast við þegar hafin er vegferð í stefnumótun í loftslagsmálum og mælingar á kolefnisspori. Handbókin er einföld í notkun en þar er farið yfir hvar best sé að byrja þessa vegferð og hvernig hægt sé að tryggja að aðgerðir séu markvissar og skili árangri.