Fara í efni

Festa - Einfalt verkfæri til að reikna út kolefnisfótspor fyrirtækja

Festa - Einfalt verkfæri til að reikna út kolefnisfótspor fyrirtækja

Festa bíður uppá heildstæðan fræðslupakka og verkfærakistu fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, og hverskyns skipulagsheildir, til að hefja vegferð sína í umhverfis- og loftslagsmálum. Fræðslupakkinn er gjöf Festu til samfélagsins, gerður fyrir styrk úr Loftslagssjóði. Pakkinn gerir notendum kleift að setja sér bæði stefnu og markmiðí loftslagsmálum auk þess að mæla árangurinn í samræmi við alþjóðlega viðurkennda staðla (ásamt því að vera aðlagaður að íslenskum raunveruleika).

 

Eftirfarandi kennslu­mynd­band er framleitt af festu en þar fer Sæv­ar Helgi Braga­son skref fyr­ir skref í gegn­um notk­un á Lofts­lags­mæli Festu. Hvaða gögn notendur þurfa að afla sér til að mæla kol­efn­is­spor sitt og hvar hægt sé að nálg­ast þau.

 

Einnig hefur Festa búið til hnitmiðaða hand­bók fyr­ir smærri fyr­ir­tæki sem hægt er að styðjast við þegar hafin er vegferð í stefnu­mót­un í lofts­lags­mál­um og mæl­ing­ar á kol­efn­is­spori. Handbókin er einföld í notkun en þar er farið yfir hvar best sé að byrj­a þessa veg­ferð og hvernig hægt sé að trygg­ja að að­gerð­ir séu mark­viss­ar og skili ár­angri. 

Handbók Festu