Fallorka rekur alls fjórar stöðvar á Akureyri
Fallorka rekur alls fjórar stöðvar á Akureyri
Fallorka opnaði nýlega fjórar 2x22 kW hleðslustöðvar á Akureyri. Stöðvarnar eru þær fyrstu sem Fallorka opnar með greiðslulausn Ísorku. Til að nýta stöðvarnar þarf annaðhvort að greiða með appi Ísorku í snjallsíma eða greiðslulykli þeirra, hér má finna ítarlega upplýsingar um það. Fallorka býður 50% kynningarafslátt á stöðvunum í september.
Verkefnið er hluti af styrkúthlutun Orkusjóðs og er samstarfsverkefni; Fallorku, Vistorku, Norðurorku og Akureyrarbæjar. Rafeyri sá um uppsetningu og tengingar á stöðvunum. Um er að ræða fjórar stöðvar þar sem samtals átta bílar geta hlaðið á sama tíma. Tvær stöðvar eru við Ráðhúsið, ein við Sundlaug Akureyrar og ein við Amtsbókasafnið. Fallorka hefur í hyggju að reisa fleiri stöðvar á starfssvæði sínu á næstu misserum.
Mikil aukning hefur verið á fjölda rafbíla á Íslandi undanfarin misseri og eru þessar hleðslustöðvar kærkomin viðbót við hleðslustöðvaflóru bæjarins. Auk þess sem þær munu nýtast vel fyrir þá ferðamenn sem hingað sækja á rafbílum. Hér má nálgast kort Orkustofnunar af hleðslustöðvum á Íslandi.