Vefsíða Líforkuvers ehf. opnuð
Vefsíða Líforkuvers ehf. opnuð
Líforkuver á Dysnesi Það voru mjög jákvæðar fréttir í síðustu viku af áformum um uppbyggingu Líforkuvers á Dysnesi þegar Matvælaráðherra Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mætti í Hof og opnaði nýja vefsíðu Líforkuvers ehf. www.liforka.is
Sjá frétt RÚV frá opnun nýju vefsíðunnar.
Fram kom, bæði í máli framkvæmdastjóra Líforkuvers ehf. og ráðherra, að verkefnið hefði nú fengið miklvægan stuðning frá yfirvöldum. Það er ekki síst tilkomið vegna þeirra lausnar sem Líforkuver hefur teiknað upp fyrir meðhöndlun á dýraleifum í hæsta áhættuflokki.
Mynd: Ráðherra ásamt framkvæmdastjóra og stjórn Líforkuvers ehf.
Málið á sér langan aðdraganda. Hér fylgir smá samantekt þar sem sjá má að verkefnið hefur farið í gegnum mikla og ítarlega málsmeðferð, bæði hjá ríki og sveitarfélögum, sem spannar rúman áratug.
2009: Molta ehf. tekur til starfa
2010: Orkey ehf. tekur til starfa
2013: Atvinnustefna fyrir Ísland - Greinargerði og tillögur frá Líftækni hópi
2013: Atvinnustefna fyrir Ísland - Greinargerð og tillögur frá Landbúnaðar hópi
2014: Metanframleiðsla Norðurorku á Glerárdal hefst
2015: Metangasgerð að Þverá – Skýrsla Mannvits
2015: Stofnun Vistorku ehf.
2015: Lífmassaver í Eyjafirði – 2 mkr. styrkur Uppbyggingarsjóðs til Vistorku
2016: Stofnun Eims
2017: Orkey II – 2 mkr. styrkur Uppbyggingarsjóðs til Orkeyjar
2018: Metan II – 500 þkr. styrkur Uppbyggingarsjóðs til Vistorku
2019: Skýrsla ráðherra um innlenda eldsneytisframleiðslu
2020: Vefráðstefna SSNE og SSNV um úrgangsmál á Norðurlandi – Kynning Vistorku
2023: Frumhagkvæmnimat Líforkuvers
2024: Orkey – 1,5 mkr. styrkur Uppbyggingarsjóðs til Orkeyjar
2024: Líforkuver ehf. tekur til starfa