Vistorkustæði
Vistorkustæði
Föstudaginn 28. ágúst vígði Eiríkur Björn bæjarstjóri fyrstu „grænu“ bílastæðin á Akureyri. Stæðin eru ætluð fyrir ökutæki sem geta tekið við innlendri orku eins og rafmagni eða metani.
Stæðin eru við Ráðhúsið, Skipagötu og sunnan við Bautann. Í þessum stæðum þurfa vistorkubílar ekki að hafa áhyggjur af því að stilla bílastæðaklukkuna en að sjálfsögðu þarf að nýta þessa auðlind eins og allar aðrar þ.e.a.s. af skynsemi og virðingu. Einnig eru vistorkustæði við Hof og Glerártorg og er stefnan að reisa hraðhleðslustöðvar á báðum stöðum í byrjun árs 2016.
Þeir sem hyggjast nýta sér vistorkustæði þurfa að verða sér út um Vistorku-límmiða annað hvort í afgreiðslu Norðurorku að Rangárvöllum eða hjá Framkvæmdadeild bæjarins í Ráðhúsinu við Geislagötu.