Fara í efni

Bifreiðar og ferðavenjur á Akureyri

Guðmundur Haukur Sigurðarson
skrifar 29. ágúst 2024

Bifreiðar og ferðavenjur á Akureyri

 

Gögnin

Eftirfarandi umfjöllun um samgöngur og ökutæki á Akureyri byggist á gögnum frá Hagstofunni, Samgöngustofu, Vegagerðinni, Akureyrarbæ og Hopp.

Á síðustu 5 árum hefur íbúum á Akureyri fjölgað um 5 á viku en á sama tíma hefur bifreiðum og bifhjólum á skrá fjölgað um 19 í hverri viku að meðaltali (um 85% skráðra ökutækja eru í umferð). Það þýðir að með hverjum nýjum íbúa bætast við tæplega 4 ökutæki í hverri viku. Eins og sjá má í töflunni hér fyrir neðan hefur bifreiðum sem eru skráðar á Akureyri fjölgað úr tæplega 24 þúsundum í tæplega 29 þúsund á þessu 5 ára tímabili, sem er 21% aukning ökutækja á skrá. Á sama tímabili hefur íbúum fjölgað um 7%.

Þau ökutæki sem eru skráð á Akureyri en eru ekki í umferð standa óhreyfð um bæinn og taka sitt pláss í bæjarlandinu sem er hvort tveggja offjárfesting á tækjum og vond nýting á landi bæjarins.

Ökutæki á skrá á Akureyri

Ökutækjaflokkur

1.8.2019

1.12.2019

1.12.2023

21.8.2024

Breyting

Fólksbifreið (M1)

19.560

17.789

23.247

23.808

22%

Sendibifreið (N1)

2.044

1.915

2.496

2.587

27%

Vörubifreiðar

839

759

978

1.021

22%

Hópbifreiðar

240

235

264

275

15%

Bifhjól

1.073

926

1.119

1.020

-5%

Samtals

23.756

21.624

28.104

28.711

21%

Önnur ökutæki skráð á Akureyri, t.d. dráttarvélar, snjósleðar og eftirvagnar

4.484

3.671

5.309

5.587

25%

Samtals ökutæki skráð á Akureyri

28.240

25.295

33.413

34.298

21%

Ökutæki skráð á Akureyri en eru ekki í umferð*

4.630

4.605

6.495

5.681

23%

Samtals ökutæki í umferð á Akureyri

23.610

20.690

26.918

28.617

21%

Þar af skráð tæki í ökutækjaleigu

4.771

4.343

7.479

7.579

59%

Samtals ökutæki í umferð á Akureyri án ökutækjaleigu

18.839

16.347

19.439

21.038

12%

           

Íbúar á Akureyri

 

1.12.2019

1.8.2024

 

 

 

19.024

20.383

7%

Skýringar með töflu: *Frétt hjá RÚV varðandi ökutæki ekki í umferð: Fimmta hvert ökutæki ekki í umferð - RÚV.is (ruv.is). Ágúst og desember eru sýndir til að benda á að innan hvers árs geta verið miklar breytingar á fjölda skráninga.

Samkvæmt upplýsingum úr umferðartalningum bæjarins hefur umferð um Glerárbrú/Borgarbraut aukist um rúmlega 9% á þessu sama 5 ára tímabili (bærinn á eftir að rýna gögnin 2024 betur). Sömu sögu er að segja af mælingum Vegagerðarinnar á þjóðvegum á Norðurlandi en samkvæmt þeim hefur mæld umferð norðan við Akureyri aukist um 11% á sama tímabili.

Hopp hóf starfsemi á Akureyri sumarið 2021 og er með 205 hlaupahjól í leigu í dag, og tók nú í sumar fyrst íslenskra aðila á þessum markaði í notkun 10 raf-reiðhjól. Árið 2023 voru Hopp-ferðir á Akureyri yfir 100 þúsund talsins og samtals voru eknir yfir 200 þúsund km á hjólunum innanbæjar, sem var ríflega 25% aukning frá árinu á undan. Þrátt fyrir að sumarið í ár sé ekki upp á það besta stefnir í að kílómetrum og notendum á hlaupahjólum á Akureyri fjölgi aftur á milli ára.

Ef hlaupahjólin hefðu ekki bæst við samgöngutækjaflotann hefði umferðaraukningin líklega orðið mun meiri.

Samgöngusáttmáli

Nú í ágúst var kynntur uppfærður samgöngusáttmáli á milli ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þó að sáttmálinn beinist aðeins að höfuðborgarsvæðinu núna er nauðsynlegt að fara að huga að sömu nálgun fyrir Akureyri þar sem svipuð þróun virðist vera að eiga sér stað hér, þ.e. að ökutækjum fjölgar en meginsamgönguinnviðir standa að mestu í stað.

Áhrif á Akureyri

Samgöngusáttmálinn leggur áherslu á breyttar ferðavenjur, bættar almenningssamgöngur og að draga úr umferðartöfum og bæta loftgæði. Þessar áherslur eru einnig mikilvægar fyrir Akureyri, þar sem fjölgun íbúa og ökutækja eykur álag á núverandi samgöngukerfi, kostar mikla fjármuni (innviðir, ökutæki og heilsa) og dregur úr lífsgæðum og sjálfbærni svæðisins.

Almenningssamgöngur og orkuskipti

Á Akureyri eru vegalengdir stuttar og frítt er að nota almenningssamgöngur bæjarins. Það tvennt ætti að geta stuðlað að minni umferð bíla og betri loftgæðum. En raunin er þveröfug þróun.

Þróun síðustu fimm ára sýnir greinilega hversu mikilvægt er að leggja mikla áherslu á breyttar ferðavenjur og efla almenningssamgöngur enn frekar til að mæta þörfum íbúa og stuðla að sjálfbærari samgöngum.

Orkuskiptin ein og sér munu skila miklum samfélagsávinningi með margvíslegum hætti en þau hvorki breyta né bæta stöðuna á umferðinni í bænum ef það kemur bara bíll fyrir bíl. Eitt sem vert er að benda á varðandi orkuskiptin er að flestar hindranir virðast úr vegi varðandi þau fyrir fólksbíla (M1) og sendibíla (N1), en þrátt fyrir mikið úrval og gott verð og hagkvæmari rekstur er aðeins lítill hluti af nýskráðum sendibílum á þessu ári rafbílar. Hvað veldur er erfitt að útskýra en staðreyndin er því miður sú að einungis 6% nýrra sendibíla á Íslandi á þessu ári eru rafbílar. Hlutfall raf-fólksbíla af nýskráningum á þessu ári er 21%.

Framtíðarsýn og framkvæmdir

Til að mæta auknu álagi á samgöngukerfið þarf Akureyrarbær að leggja meiri og hraðari áherslu á uppbyggingu hjóla- og göngustíga, enda í algjöru samræmi við samþykkt aðalskipulag og stefnu og markmið bæjarins í loftslagsmálum. Með því að bæta enn frekar aðgengi og umgjörð fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur er hægt að draga hratt úr umferð og bæta loftgæði.

Samstarf ríkis og sveitarfélaga er lykilatriði í samgöngusáttmálanum, og það sama gildir fyrir Akureyri. Fjárfesting í samgöngum er ekki aðeins nauðsynleg fyrir höfuðborgarsvæðið, heldur einnig fyrir aðra hluta landsins til að tryggja jafnvægi og samkeppnishæfni. Akureyrarbær ætti því að vinna að því að ná sams konar samkomulagi og höfuðborgarsvæðið við ríkið.

Niðurstaða

Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins hefur víðtæk áhrif sem ná langt út fyrir höfuðborgarsvæðið sjálft. Fyrir Akureyri, sem stendur frammi fyrir aukinni íbúafjölgun og umferð, er mikilvægt að nýta sér þá reynslu og lausnir sem sáttmálinn býður upp á. Með því að leggja áherslu á sjálfbærar samgöngur, öryggi og umhverfisvernd getur Akureyri tryggt betri lífsgæði fyrir íbúa sína og stuðlað að sjálfbærri framtíð.

Með fullum orkuskiptum og breyttum ferðavenjum geta Akureyrarbær og Akureyringar sparað gríðarlega fjármuni. Orkuskiptin ein munu spara samfélaginu 3–4 milljarða í eldsneytiskaup á hverju ári bara á fólksbíla, og þá tölu má örugglega tvöfalda þegar allt er talið í orkuskiptum.

Sama á við um kaup á ökutækjum. Ef við gefum okkur að meðalverð á þeim rúmlega 6.000 ökutækjum sem hafa bæst við í flotann á Akureyri á síðustu 5 árum sé 7 m.kr. eru það rúmlega 42 milljarðar sem íbúar og stofnanir bæjarins hafa notað í þau kaup. Samgöngukerfi sem leggur alla áherslu á ökutæki er ósjálfbært bæði fjárhags- og umhverfislega.

Sjá þessu tengt: Akureyringar kaupa eldsneyti fyrir 4 milljarða á hverju ári | Vistorka