Græni túrinn
Græni túrinn
Vistorka á Akureyri hefur í nokkur ár boðið hópum upp á skoðunarferðir sem byggir á sjálfbærri nýtingu orkuauðlinda. Í ferðinni er m.a. komið við í Orkey sem framleiðir lífdísil úr notaðri steikingarolíu og dýrafitu, farið í metanstöð Norðurorku sem framleiðir metan úr hauggasi úr gömlum sorphaugum í Glerárdag ásamt því að skoða Glerárvirkjanir sem framleiða rafmagn með vatnsafli úr Glerá sem rennur í gegnum Akureyri. Ferðin teygir sig inn Eyjafjörðinn þar sem farið er að Laugalandi og skoðað heitavatnsholur auk þess sem komið er við í jarðgerðarstöðinni Moltu ehf.
Töluverður áhugi, meðal tiltekins hóps ferðamanna og nemendahópa á að taka þátt í slíkum ferðum.
Græni túrinn – Akureyri og Eyjafjörður
Áfangastaðir sem byggja á sjálfbærni og samspili manns og náttúru höfða til ákveðins hóps ferðamanna. Mögulegir viðkomustaðir í Græna túrnum eru:
- Orkey lífdísilframleiðsla
- Metanstöð Norðurorku
- Glerárvirkjanir I og II- vatnsaflsvirkjanir
- Flokkunarstöð Akureyrar
- Kalda vatnið í Hlíðafjalli
- Molta jarðgerðarstöð
- Laugaland/Hjalteyri – heitavatnsholur
- Vaðlaheiðargöng- nýting heita og kalda vatnsins sem fannst við gerð ganganna