Ráðstefna í Hofi um stíga
Ráðstefna í Hofi um stíga
Föstudaginn 16. september hófst Evrópska samgönguvikan. Í tilefni þess hefur Akureyrarbær í samstarfi við Vistorku skipulagt ýmsa viðburði sem lýkur með bíllausa deginum fimmtudaginn 22. september. Eins og segir hér í frétt á Akureyri.net þá var nýr göngu- og hjólastígur við Hlíðarbraut var formlega vígður í gær, á Stóra hjóladeginum.
Miðvikudaginn 21. september kl. 14:00 verður síðan vegleg ráðstefna í Hofi þar sem flutt verða nokkur erindi um göngu- og hjólastíga á Akureyri, Reykjavík, Danmörku og Hollandi. Við fáum einnig tvær stuttar reynslusögur; Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðustofu Íslands sem landsmenn þekkja betur úr veðurfréttum Rúv mun segja frá sinni reynslu af því að nota svokallað rafmagns Cargo-hjól og síðan mun Edward H. Huijbens prófessor við háskólann í Wageningen í Hollandi og fyrrum bæjarfulltrúi á Akureyri segja frá sinni reynslu af því að hjóla á Akureyri og í Hollandi.
Dagskrá:
Vegagerðin - Stígar við þjóðvegina - Rúna Ásmundsdóttir og Margrét Silja Þorkelsdóttir
Elín Björk Jónasdóttir - reynslusaga
VSB - Stígar í Hollandi og Danmörku í samanburði við Ísland - Thijs Kreukels og Lilja G. Karlsdóttir
Edward H. Huijbens - reynslusaga
Akureyrarbær - Uppbygging og rekstur stíga - Pétur Ingi Haraldsson og Rut Jónsdóttir
Fundarstjóri er Þórgnýr Dýrfjörð
Hlekkur á streymi: https://youtu.be/T2qU2tC0EZM