Samgönguvikan er hafin
Samgönguvikan er hafin
Evrópska samgönguvikan hófst í gær en hún er haldin 16. – 22. september ár hvert.
Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið og þeir hafa jákvæð áhrif á umhverfi og eru mikilvægur þáttur í loftslagsaðgerðum.
Þema Samgönguviku ársins 2021 er "Veljum grænu leiðina - fyrir umhverfið og heilsuna".
Fram kemur á vef Stjórnarráðsins að fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök geta einnig skráð til leiks einstaka viðburði eða aðgerðir sem ætlað er að ýta undir vistvænar samgöngur. Þessi hluti verkefnisins hefur verið þýddur á íslensku sem Samgönguplús (e. MobilityActions).
Samgönguvikan heldur úti Facebook-síðu en þar er að finna frekari upplýsingar um viðburði og ýmis myndbönd sem hvetja til breyttra samgönguvenja. Nánar má lesa um átakið á www.mobilityweek.eu, þar er að finna fleiri fréttir tengdar samgönguvikunni í Evrópu. Til dæmis má nefna rafræna vinnustofu ungs fólks sem fram fór í ágústmánuði þar sem farið var yfir mikilvægi stefnumótunar í samgöngumálum í álfunni.
Akureyrarbær tekur þátt og eru íbúar sveitarfélagsins hvattir til að skilja bílinn eftir heima og nota í staðinn umhverfisvæna og heilsusamlega samgöngumáta. Akureyringar eru einnig hvattir til að deila á samfélagsmiðlum mynd af sér á vistvænni og heilsusamlegri ferð með myllumerkinu #samgönguvika eða #mobilityweek.
Sem hluti af samgönguvikunni er mikilvægt að gefa sér tíma til að meta hvaða samgöngumátar henta best. Smelltu hér til að opna könnunina Hvaða samgöngukrútt ert þú