Viðtöl í The Big Fix
Viðtöl í The Big Fix
Útvarpsmaðurinn Gerry Hadden heimsótti Akureyri í sumar og tók nokkur viðtöl í tengslum við loftslagsmál bæjarins. Hægt er að hlusta á viðtölin í þætti hans með því að smella á hnappinn efst á vefsíðu þáttarins.
Gerry ákvað að koma í heimsókn í framhaldi af hlaðvarpi hans frá síðasta ári sem Vistorka tók þátt í.
Heimsókn hans og hlaðvarpið er enn eitt dæmi um áhuga erlendis frá á umhverfis- og loftslagsáherslum bæjarins. Vistorka hefur undanfarin ár tekið á móti fjölmörgum hópum, blaðamönnum og einstaklingum sem heimsækja bæinn sérstaklega til að kynna sér umhverfisáherslur sveitarfélagsins og markmið um kolefnishlutleysi.
Í þessum heimsóknum fá gestirnir fræðslu um starfssemina á sviði umhverfis- og loftslagsmála og helstu staðir jafnvel heimsóttir:
- Starfssemi Vistorku, Fallorku og Norðurorku.
- Umhverfis- og loftslagsstefna bæjarins.
- Strætó sem gengur að stærstum hluta á metani og er gjaldfrír.
- Söfnun á matarleifum og matarolíu af heimilum og veitingahúsum.
- Söfnun og framleiðsla á metani af gömlu sorphaugunum á Glerárdal.
- Endurvinnslustöðvum og endurnýtingarmöguleikum eins og hjá Rauða krossinum, Hertex og Fjölsmiðjunni.
- Metanstöð - Norðurorku á Glerárdal
- Lífdísilverksmiðja - Orkeyjar
- Jarðgerðastöð - Moltu í Eyjafirði
- Virkjanir - Fallorku á Glerárdal
- Virkjanir - Fallorku í Grímsey (vindmyllur og sólarsellur)
- Jarðhitasvæði - Norðurorku að Laugarlandi í Eyjafirði
- Fráveitustöð - Norðurorku á Óseyri