Græna karfan
Græna karfan
Á Akureyri hefur lífrænn úrgangur verið flokkaður og komið í jarðgerð í meira en áratug. Á hverju heimili í bænum er græn karfa fyrir lífrænan úrgang auk þess sem bæjarbúum er úthlutað pokum úr lífplasti undir úrganginn. Í sorptunnun bæjarbúa er svo sérstakur dallur sem ætlaður er fyrir lífræna úrganginn. Sorphirða bæjarins sér um að ná í úrganinn og koma honum í jarðgerðarstöðina Moltu ehf. sem staðsett er í Eyjarfirði. Auk lífræna sorpsins frá heimilum bæjarins fer til Moltu ehf. lífrænn úrgangur frá skólum og fyrirtækjum í bænum ásamt timbri, blöðum og pappír sem flokkuð hafa verið í grenndargáma á Akureyri.
Mikilvægt er að enginn lífrænn úrgangur fari í almennt sorp til urðunar þar sem mikill umhverfisávinningur felst í því að koma lífrænum úrgangi í jarðgerð. Fyrir hvert kíló af lífrænum úrgangi sem fer í moltugerð í stað urðunar minnkar CO2 útblástr um 1 kg. Þar að auki verður til við moltugerðina gæða áburður.