Fara í efni

Samgönguáskorun

Samgönguáskorun

Framlag Vistorku og Orkuseturs í átt að breyttum ferðavenjum íslendinga er áskorun til okkar allra að nýta allar þær fjölbreyttu leiðir sem við höfum í dag til að draga úr bílaumferð og um leið útblæstri. Áskoruninn felst í fimm dögum þar sem áherlsa er lögð á breyttar ferðavenjur.

Hér er smá sýnishorn af 5 áskorunum fyrir 5 daga. Betra að gera eitthvað af þessu en ekkert og best að nota bílinn sem minnst.

 

Samgönguáskorun 1 - Ganga

Að ganga er frábær og vannýttur ferðamáti sem nýtist með tvöföldum hætti; til að koma sér á milli staða og um leið ná lágmarks lýðheilsumarkmiðum.

Samgönguáskorun 2 - Almenningssamgöngur

Almenningssamgöngur eru mikilvægur liður í breyttum ferðavenjum þar sem verulega er hægt að draga úr umferð ef fleiri nýta þennan kost.

 

Samgönguáskorun 3 - Hjólreiðar

Stór hluti landsmanna getur hvílt bílinn sinn og hjólað frekar til vinnu, skóla eða á æfingu. Það er nefnilega alveg ótrúlegt hvað sparast lítill tími við að ferðast innanbæjar á bíl frekar en hjóli svo ekki sé talað um ef rafhjól er í boði. 

Samgönguáskorun 4 - Samferða í bíl

Fólksbíllinn er fyriferðamesta innanbæjarsamgöngulausnin og dýr á fóðrum. Í flestum tilfellum er nýtingin mjög slæm, oftast er ökumaðurinn einn í fimm sæta bíl. Hvernig væri að prufa að tvöfalda eða jafnvel þrefalda nýtingu bílsins með því að sameinast um bíl.

 

 Samgönguáskorun 5 - Vinna heima

Að vinna heima hentar oft mjög vel við íslenskar aðstæður. Heimsfaraldurinn hefur svo sannarlega opnað á þessa nýju tæknilausn sem hefur þau stórkostlegu aukaáhrif að draga úr umferð. Það er því upplagt fyrir þá sem geta, að byrja vinnudaginn heima. Þannig drögum við úr morgunstressi og bílaþörf. Síðan er bara að rölta eða hjóla í rólegheitum í vinnuna. Um leið má nýta tímann til að velta vöngum, spjalla í símann, undirbúa næstu verkefni og þannig draga úr umferð og mengun.